Næst síðasta umferð í Dominosdeild karla fór fram í gær þegar Grindavík fór Suðurstrandaveginn og mætti Þór frá Þorlákshöfn. Grindavík sigraði leikinn 97-88
Hér fyrir neðan er umfjöllun karfan.is frá leiknum:
“Grindavík heimsótti Þórsara í Höfnina fögru þetta dýrindis fimmtudagskvöld. Það var boðið upp á hrikalegan leik og sást vel að úrslitakeppnin er handan við hornið. Bæði lið börðust vel og var mikill hraði í leiknum. Dómarar leiksins voru þeir Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson og Björgvin Rúnarsson. Fyrir þennan leik var Grindavík í brons sætinu og sat Þór í því sjötta og voru því miklar líkur á því að því að þessi lið munu mætast í fyrstu umferð úslitakeppninnar. Þorsteinn Már var frá vegna meiðsla í liði Þórs og Þorleifur hjá gestunum.
Leikurinn fór hratt af stað og var mikið skorað. Jafnræði var með liðum þangað til að Grindavík gaf í eftir rúmar átta mínútur af fyrsta leikhluta. Staðan í endan á fjórðunginum var svo 17:25, gestunum í vil.
Þórsarar komu sterkari inn í annan leikhluta og brutu niður forskot Grindvíkinga hægt og rólega. Ragnar byrjaði leikhlutann á því að troða hrikalega og kveikti í Glacial höllinni. Mike Cook var allt í öllu í sóknarleik Þórs og áttu Grindvíkingar erfitt með að stoppa hann. Grindvíkingarnir voru þó alltaf örlítið yfir og staðan eftir fyrri hálfleikinn var 46:50.
Þórsarar komu hressir inn í seinni hálfleikinn og komust yfir. Grindvíkingarnir héldu þó í við Þórsara með Sigurður Gunnar Þorsteinsson fremstan í fararbroddi. Í lok leikhlutans setti Óli Óla niður djúpan þrist og kom Grindavík yfir en Sovic jafnaði metin fyrir Þór þegar að þrjár sekúndur voru eftir af fjórðunginum. Flestir héldu að leikhlutinn væri úti en
Grindavík kastaði boltanum útaf og fengu Þórsarar boltan þegar að 0,9 sekúndur voru eftir. Baldur sendi á Ragga úr innkastinu en skotið rétt geigaði hjá honum. Staðan var því 69:69 eftir þrjá leikhluta. Virkilega skemmtileg staða.
Fjörið hélt áfram í fjórða og jókst hraðinn bara ef að eitthvað var. Halldór Garðar setti niður tvo mikilvæga þrista á skömmum tíma og kom Þór í fimm stiga forystu. Staðan var 88-83 heimamönnum í vil en eftir það gegnu gestirnir á lagið og jafnaði Óli Óla metin á línunni og kom Grindavík svo yfir með seinna vítinu, 88:89. Siggi Þorsteins kom Grindavík svo þremur stigum yfir. Þá fór Mike Cook upp í erfiðan þrist hinum megin en fór hann ekki rétta leið. Jóhann Árni fór þá á línuna og setti niður bæði vítin. Grindvíkingar sigldu þessu svo örugglega í höfn á síðustu sekúndunum.
Þetta var mjög hraður og skemmtilegur leik á að horfa. Það er líka virkilega skemmtilegt að sjá ungu drengina, Halldór Garðar fyrir Þór og Jón Axel fyrir Grindavík, stíga upp og skila góður framlagi.
Þór: Mike Cook – 23 stig, Nemanja Sovic – 18 stig og Ragnar Nathanaelsson – 17 stig og 12 fráköst.
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson – 25 stig og 13 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson – 20 stig og Ólafur Ólafsson 14 stig og 7 stoðsendingar.”