Sigur í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hafði sigur á Fjölni í Lengjubikar karla í gærkveldi.

Grindavík hafði yfirhöndina allan leikinn og unnu m.a. þrjá leikhluta en Fjölnir var aldrei langt að baki. Þann fyrsta 20-16, annan 18-17, þriðja 21-20 en í þeim fjórða skoruðu gestirnir meira 23-25 og leikurinn fór því 82-78.

Segja má um leikinn að Grindavík hafi gert það sem þurfti til að vinna leikinn en ekkert meir. Skotnýting bæði fyrir innan og utan þriggja stiga línu nokkuð frá meðaltali.  Alltof oft hleyptu þeir Fjölni inn í leikinn en settu þá jafn oft í annan gír og juku við forskotið og stýrðu leiknum í sigur. 

Stigahæstur í gær var Páll Axel með 20 stig og 6 fráköst, Watson með 17 stig og 5 stoðsendingar, Bullock með 14 stig og 10 fráköst og Sigurður 12 stig og fráköst

Þorsteinn Gunnar var á leiknum og tók myndir.

Tölfræðin