Grindavík er í 5-6 sæti í Dominosdeild kvenna eftir sigur á Njarðvík 79-72
Leikurinn í gær var bæði kaflaskiptur og æsispennandi. Fyrstu 10 mínúturnar voru jafnar en tók þá Grindavík forystuna og komst í 12 stiga forskot, héldu Njarðvíkurstelpum stigalausum í 7 mínútur.
Heimastúlkur rifu sig í gang og komust í 7 stiga forskot um miðjan þriðja leikhluta. Var Crystal Smith þá búin að skora 20 stig af 36 stigum Grindavíkur. Íslensku stelpurnar komu þá meira inn í leikinn, jöfnuðu og var leikurinn í járnum fram undir leikslok. Lokatölur voru 65-65 og framlengja þurfti til að útkljá málið.
Grindavík sigraði í framlenginu, lokatölur 79-72.
Crystal Smith var stigahæst með 37 stig, Petrúnella var með 20 stig og 13 fráköst.
Næsti leikur í deildinni er gegn Snæfell 28.nóvember.