Sigur á Ísafirði

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík komst á topp Iceland Express deild karla með sigri á KFÍ í kvöld

Grindavík byrjaði betur í leiknum en heimamenn tóku við sér og tóku yfirhöndina í miðjum leiknum og voru yfir í hálfleik.  Síðasti leikhlutinn var hinsvegar góður hjá okkur mönnum og endaði því leikurinn með sigri Grindavíkur 74-64.

Stigahæstu menn voru Ryan Pettinella með 17 stig og Páll Axel með 16 stig og 4 stoðsendingar og fráköst.

Helgi Jónas spilaði rúmar 6 mínútur í leiknum en önnur gömul keppa tók einnig fram skónna í kvöld, Bergur Hinriksson kom inn á og verður gaman að sjá hvort hann eigi ekki ennþá nokkra leiki inni.

Á sama tíma spiluðu Keflavík og Snæfell(sem var fyrir leikinn í efsta sæti) í Keflavík þar sem heimamenn sigruðu nokkuð örugglega.  Grindavík er því komið í efsta sæti við hlið Snæfells með 22 stig eftir 13 umferðir.