Pure Sweat körfuboltabúðirnar munu fara fram á nýjan leik í HS Orku Höllinni í ágúst næstkomandi. Körfuboltaþjálfarinn James Purchin mun sjá um búðirnar sem vöktu mikla athygli og ánægju þátttakenda á síðasta ári. Danielle Rodriguez er einnig þjálfari í búðunum.
Tvö námskeið verða í boði í sumar sem fara fram 8. – 11. ágúst annars vegar og 14. – 17. ágúst hins vegar.
Þann 8.-11. ágúst verður að skora yfirskrift búðanna, en 14.-17. ágúst leikskilningur. Farið er yfir ólíka þætti leiksins á vídjói í byrjun dags áður en það er fært sig yfir á vellina.
Tímasetningar:
Árgangur 2009-2012 | 09:00 – 11:30
Árgangur 2008 og eldri | 12:00 – 14:30
Almennt verð:
Eitt námskeið – 22.900 kr.-
Tvö námskeið – 39.900 kr.-
Verð fyrir iðkendur Grindavíkur:
Eitt námskeið – 18.900 kr.-
Tvö námskeið – 35.900 kr.-
Skráningu lýkur þann 6. ágúst næstkomandi.