Ólöf María Bergvinsdóttir hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2024/2025. Þetta er fyrsti samningurinn sem Ólöf María gerir við félagið en hún er fædd árið 2007. Ólöf María er uppalin hjá Grindavík og leikið upp alla yngri flokka með félaginu.
Ólöf María leikur stöðu framherja/miðherja og er 175 cm á hæð. Hún hefur verið í kringum leikmannahópinn hjá meistaraflokki frá því á síðasta tímabili þrátt fyrir ungan aldur.
„Ólöf María er spennandi ungur leikmaður sem á bjarta framtíð fyrir höndum. Ólöf er hávaxin og kraftmikil undir körfunni. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með henni í að þróa sinn leik með Grindavík,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fagnar því að gera samning við ungan og efnilegan leikmann úr yngri flokka starfi félagsins.
Áfram Grindavík!