Oddaleikur á miðvikudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leika þarf úrslitaleik í rimmu Grindavíkur og KFÍ um sæti í Iceland Express deild kvenna næsta haust.

Annar leikur liðanna fór fram fyrir vestan í kvöld þar sem heimastúlkur höfðu sigur 54-48.
Þar sem Grindavík sigraði fyrri leikinn þurfa liðin að mætast í hreinum úrslitaleik og fer leikurinn fram hér í Grindavík 28.mars klukkan 19:15

Leikurinn var jafn allan tíman og eru þessi 6 stig sem skildu að liðinn að leik loknum mesti stigamunurinn í leiknum.
Hjá Grindavík voru Berglind Anna Magnúsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir stigahæstar með 15 og 14 stig auk þess sem Berglind tók 10 fráköst.