Stelpurnar spila á morgun hreinan úrslitaleik við KFÍ um sæti í Iceland Express deild kvenna.
Leikurinn hefst kl 19:15. Fyrstu tveir leikirnir hafa verið afar spennandi og því ljóst að allt verður lagt í sölurnar í Röstinni á morgun.
Við hvetjum alla til þess og mæta og hvetja stelpurnar til sigurs. Sæti í efstu deild er eitthvað sem stefnt var að strax í haust. Núna er komið að því að sigla þessu í höfn og þurfa stelpurnar ykkar stuðning.
Mætum öll og látum vel í okkur heyra.