Nýr leikmaður: Brock Gillespie

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að Jeremey Kelly spili ekki með liðinu eftir áramót. 

Kelly sem meiddist í síðasta leik á móti Keflavík var ekki orðin góður af meiðslunum og var því ákveðið að hefja leit að nýjum leikmanni.

Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar óskar Jeremey alls hins besta í lífinu, enda góður drengur þar á ferð.

Samið hefur verið við nýjan leikmann Brock Gillespie sem spilaði í Þýskalandi fyrir áramót.

Við vonum innilega að þetta styrki liðið, enda er þetta allt gert með hag liðsins að leiðarljósi.

Með nýárskveðju Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur!

 

Mynd að ofan: vf.is