Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Á fundinum var farið yfir síðasta starfsár deildarinnar og ársreikning. Rekstur deildarinnar á árinu 2022 gekk að mestu leyti vel og skilaði deildin örlitlu
tapi á rekstrarárinu.

Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður á fundinum en hann hefur verið starfandi formaður sl. ár.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG 2023/2024:
Ingibergur Þór Jónasson, formaður
Egill Birgisson
Fjóla Sigurðardóttir
Haraldur Jón Jóhannesson
Jens Valgeir Óskarsson
Rakel Lind Hrafnsdóttir
Sævar Þór Birgisson

Varastjórn:
Ásgeir Ásgeirsson
Bergur Hinriksson
Jón Gauti Dagbjartsson

Bergur Hinriksson, Erna Rún Magnúsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson stíga til hliðar úr stjórn en verða deildinni áfram innan handar. Egill Birgisson, Jens Valgeir Óskarsson og Sævar Þór Birgisson koma nýir inn í stjórn.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill þakka ágæta mætingu á aðalfundinn og fer undirbúningur fyrir nýtt keppnistímabil á fullt á næstu dögum.

Áfram Grindavík!