Ný stjórn kjörin á aukaaðafundi Kkd. Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í gær fór fram aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrir komandi starfsár. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður deildarinnar.

Bergur Hinriksson og Guðmundur Ásgeirsson voru einnig kjörnir í stjórn deildarinnar og koma í stað Heiðars Helgasonar og Sigurðar Gíslasonar sem ákváðu að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

Stjórn deildarinnar 2021-2022 er skipuð með eftirfarandi hætti:
Ingibergur Þór Jónasson, formaður, Bergur Hinriksson, Erna Rún Magnúsdóttir, Fjóla Sigurðardóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Haraldur Jón Jóhannesson og Rakel Lind Hrafnsdóttir.
Í varastjórn sitja: Ásgeir Ásgeirsson, Heiðar Helgason og Páll Valur Björnsson.

Kosið var með eftirfarandi hætti í unglingaráð:
Smári Jökull Jónsson, formaður, Aníta Sveinsdóttir, Herdís Gunnlaugsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Rósa Ragnarsdóttir, Tracy Vita Horne, Þuríður Gísladóttir.

Stjórn kkd. Grindavíkur þakkar frábæra mætingu á aðalfundinn í gær og fer með mikilli eftirvæntingu inn í nýtt keppnistímabil.