Norðurlandamótið í körfu

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nokkrir Grindvíkingar eru á leiðinni til Svíþjóðar á Norðurlandamótið í körfubolta yngri landsliða.

Í U-18 liði kvenna er Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og núverandi leikmaður Njarðvíkur Andrea Björt Ólafsdóttir.
Leikir U-18 kvenna verða eftirfarandi:

Miðvikudagur 16. maí
Ísland-Finnland
 
Fimmtudagur 17. maí
Ísland-Svíþjóð
 
Föstudagur 18. maí
Ísland-Noregur
 
Föstudagur 18. maí

Ísland-Danmörk 


Hilmir Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson eru í U-16 liðinu og er leikjaplanið svona hjá þeim:

Fimmtudagur 17. maí
Ísland-Noregur
 
Fimmtudagur 17. maí
Ísland-Finnland
 
Föstudagur 18. maí
Ísland-Svíþjóð
 
Laugardagur 19. maí

Ísland-Danmörk 

Efnilegustu dómarar landsins taka einnig þátt og mun því Sigurbaldur Frímannsson fara ásamt fjórum öðrum dómurum og sjálfur forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Bryndís Gunnlaugsdóttir, er fararstjóri íslenska hópsins.

Listi yfir aðra leikmenn og fylgdarliðs íslensku landsliðanna má sjá á kki.is en karfan.is sendir einnig sína fulltrúa og munu fjalla ýtarlega um mótið á karfan.is