Njarðvík – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í kvöld klukkan 19:15 fer fram leikur Grindavíkur og Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Njarðvík eru núverandi Íslandsmeistarar en eitthvað hefur kvarnast úr meistaraliðinu hingað til Grindavíkur því Petrúnella Skúladóttir, Harpa Hallgrímsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir eru allar komnar til baka ásamt þjálfaranum Sverri Þór Sverrissyni sem þjálfara karlalið Grindavíkur.

Njarðvík er í dag einu sæti ofar en Grindavík með 6 stig en okkar stelpur með tvo sigurleiki.  Spennandi verður því að fylgjast með leiknum í kvöld þar sem leikur Grindavíkur hefur batnað með hverjum leiknum.