Njarðvík 84 – Grindavík 96

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Sigurganga Grindavíkur heldur áfram því strákarnir sigruðu Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöld 96-84.

Leikurinn var jafn framan af, þangað til um miðjan þriðja leikhluta þegar okkar menn breyttu stöðunni úr 53-51 yfir í 59-51. Þeir héldu þessu forskoti út leikinn og því tólfti sigurleikurinn í deildinn staðreynd.  Snæfell vann sinn leik í gær og fylgja því Grindavík fast á eftir og í kvöld mætast Þór og Stjarnan en bæði þessi lið munu eflaust blanda sér í toppbaráttuna það sem eftir lifir móts.  

Næsti leikur hjá Grindavík er gegn ÍR á mánudaginn.

Það óvenjulega við þennan leik var að stigaskor dreifðist á fáar hendur hjá Grindavík, aðeins sex komust á töfluna og þarf Ryan með 1 stig.  Samuel Zeglinski var stigahæstur með 30 stig þar sem hann m.a. hitti 6 af 9 þriggja stiga skotum í leiknum.

Í myndasafni karfan.is frá leiknum í gær er að finna margar fínar myndir.