Njarðvík 79 – Grindavík 90

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Njarðvík á föstudaginn í Dominosdeild karla.  Lokatölur voru 90-79 og var það frábær seinni hálfleikur sem skóp sigurinn.

Þorleifur Ólafsson átti stórleik með 26 stig og 86% nýtingu í þriggja stiga skotum.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en heimamenn voru alltaf skrefinu á undan, Elvar Friðriksson var hættulegur og endaði hann í 24 stigum.  Okkar mönnum gekk erfiðlega að stoppa Elvar, Loga og Tracy Smith en aðrir komust varla á blað.   Með því að hæga á þessu hættulega þríeyki í seinni hálfleik komst Grindavík yfir og tryggðu sér sigurinn.

Í seinni hálfleik lentu bæði Sigurður og Ómar í villuvandræðum(oft frekar klaufalegar villur) og hefði maður fyrirfram haldið að fjarvera þeirra mundi valda vandræðum í vörn Grindavíkur.  En sú var alls ekki raunin því aðrir leikmenn stígu upp og héldu Tracy Smith og öðrum stórum mönnum niðri og juku forskotið jafnt og þétt.

Og talandi um að stíga upp þá hlýtur að vera erfitt fyrir þjálfara annara liða að undirbúa leik sinn fyrir leik gegn Grindavík, maður veit aldrei hver mun skjóta sig í gang.  Í bikarleiknum var það Jón Axel en núna var það Þorleifur.  Lalli var með 26 stig í leiknum þar sem skoraði úr 4 af 6 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línu og 6 af 7 fyrir utan!

Grindavík tókst með sigrinum tryggja sér 3 sætið í deildinni og eiga enn möguleika á taka annað sætið þó að það ólíklegt að Keflavík missi niður 4 stiga forskot sitt á Grindavík.  Næsti leikur er reyndar á milli Grindavík og Keflavík í Grindavík þannig með sigri í þeim leik setja okkar menn smá pressu á nágranna okkar.

Myndin hér ofan er fengin úr myndasafni Skúla Sigurðssonar fyrir karfan.is

 

Tölfræðin