Njarðvík 70 – Grindavík 65

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík og Njarðvík áttust við í Iceland Express deild kvenna í kvöld, leikurinn var skemmtilegur, jafn og spennandi.

 

Bæði lið voru tilbúin að selja sig dýrt í þessum leik, og var baráttan því rosaleg í leiknum.

Eins og flestir vita þá tefla Njarðvíkingar fram þremur útlendingum og því viðbúið að þetta yrði erfiður leikur.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-15. 

Annar leikhluti var hraður og skemmtilegur, liðin skiptust á að skora, Njarðvíkingar skoruðu seinustu körfu fyrri hálfleiks sem tryggði þeim forystu 38-37.

Í þriðja leikhluta spiluðu stelpurnar ekki alveg nógu vel, Njarðvíkingar skiptu yfir í svæðisvörn og stelpunum okkar gekk ílla að finna glufu á henni, voru tregar við að skjóta og keyra að körfunni.  Þetta gerði það að verkum að Njarðvík vann þriðja leikhlutann 14-7 og staðan því 52-44

Í fjórða leikhluta hélt sama spennan áfram og munnurinn að vísu líka 4-8 stig, stelpurnar reyndu allt til að jafna en ekki tókst það að þessu sinni, lokastaðan 70-65.

Þegar 2 mín voru eftir voru Njarðvíkingar þremur stigum yfir og kaninn þeirra keyrir að körfunni, Berglind Anna stendur grafkyrr  og fær hana á sig, allir í húsinu héldu að ágætir dómarar leiksins myndu dæma ruðning en nei alls ekki. Berglind fær villu á sig, þessi dómur var algjörlega úti á túni og gerði það að’ verkum að í staðinn fyrir að við værum með boltann setur kaninn þeirra niður bæði vítaskotin og eykur muninn í 5 stig!

Atkvæðamestar Helga 21 stig,9 fráköst, Reke 16 stig,8 stoðsendingar,7 fráköst, Berglind 10 stig,7 fráköst, Heiða 6 stig og 7 fráköst.