Grindavík er aftur komið á sigurbraut í kvennaflokki eftir sigur á Njarðvík í gær 73-61. Fyrir leikinn hafði Grindavíkurliðið tapað nokkrum leikjum en með góðum varnarleik í gær tryggðu stelpurnar sér mikilvæg stig.
Eftir leikinn er því Grindavík jafnt Hamar í 4-5 sæti í deildinni og tveimur stigum frá Val og KR sem eru í sætunum fyrir neðan.
Leikurinn í gær var ekki mikið fyrir augað en nokkuð jafn framan af. Í fjórða leikhluta sigu Grindavíkurstelpur fram úr og bættu við fram að lokaflauti.
María Ben var stigahæst með 28 stig, Ingibjörg Jakobsdóttir var með 14 stoðsendingar og Helga Rut Hallgrímsdóttir með 12 fráköst ásamt Lauren Oosdyke
Næsti leikur Grindavíkur er KR 14 desember næstkomandi.