Grindavík tryggði sér sigur í mikilvægum leik gegn Njarðvík í gærkveldi. Leikurinn var í járnum allar 40 mínútur en frábær varnarleikur á síðustu mínútunum gerði útslagið.
Crystal Smith er mætt aftur til Grindavíkur og átti fínan leik í gær.
Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun, heimastúlkur með yfirhöndina framan af en okkar stelpur aldrei langt undan. Njarðvík var þremur stigum yfir í hálfleik.
Í seinni hálfleik náði María Ben að beita sér meira inn í teignum og varð það lykillinn að því að Grindavík jafnaði og komst yfir. Njarðvík var þó tveimur stigum yfir þegar síðasti leikhluti byrjaði.
Nikitta Gartell var stigahæst í liði Njarðvíkur með 41 stig. Það sem gerði hinsvegar útslagið í leiknum var vörn Pálínu á Nikitta í fjórða leikhluta. Pálína með aðstoð fleiri leikmanna héldu henni niðri í fjórða leikhluta þar sem hún skoraði bara 5 stig og þarf af ein þriggja stiga þegar leikurinn var að renna út.
Munar mikið um að fá Pálínu til baka úr meiðslum og svo vitum við hvað Cyrstal Smith getur þannig að gaman verður að sjá áhlaupið upp töfluna í næstu leikjum.
Annars átti allt Grindavíkur liðið ágætan leik. Ingibjörg var með 15 stig og 4 stoðsendingar, María Ben 17 stig, Crystal Smith 11 stig og 4 stoðsendingar og Pálína 18 stig og 10 fráköst.