Magalending

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Enginn fór sópurinn á loft í gærkvöldi svo Teitur er ekkert mættur við grillið sitt eins og Keflvíkingarnir.  Grindavík mætti ekki til leiks en það gerðu Stjörnumenn og tóku okkur í kennslustund!

Ég er ekkert að fara sérstaklega inn á leikinn sjálfan enda sá ég hann ekki.  Þið vitið að þið getið lesið um hann og séð viðtöl inn á þessum helstu miðlum eins og karfan.is, visir.is, mbl.is og tölfræðina er hægt að sjá nákvæmlega inn á kki.is.

En nokkur orð frá mér um þetta.

Auðvitað ætluðu okkar menn að mæta tilbúnir til leiks, það skal enginn segja mér annað!  En einhverra hluta vegna gekk það ekki og leikurinn var greinilega eign Stjörnumanna frá a-ö.  Ég heyrði frá einum áhorfenda að Grindavíkruliðið hafi bara ekki mætt tilbúið til leiks og í ofanálag hefðu dómararnir kannski ekkert verið að hjálpa okkar málstað.  Sel þetta samt ekki dýrara en ég stal því….  En þessum aðila fannst Stjörnumenn komast upp með mun meira en við og m.v. leikinn í deildinni um daginn á móti Stjörnunni þegar Lindmets fékk að komast upp með ótrúlega hörku á Bullock og ekkert dæmt, þá er kannski bara eitthvað til í þessu.  Hins vegar er deginum ljósara að þessi leikur tapaðist ekki vegna lélegrar dómgæslu!  Þetta var bara eitt af þessum kvöldum sem við mættum ekki tilbúnir til leiks þótt við hefðum að sjálfsögðu ætlað að mæta tilbúnir og þegar þannig ber undir lítum við einfaldlega bara mjög illa út.

Þetta var nú samt bara 1 leikur og hann tapaðist illa og eigum við ekki að segja að botninum hafi nokkurn veginn verið náð og þar með verði spyrnan góð frá honum?  Skv. viðtali við Lalla var vörnin léleg og m.v. stigaskor okkar mætti halda að við höfum leikið leikinn með bundið fyrir augun……  17, 17, 11…. og 20 stig skoruð segir allt sem segja þarf um sóknarleikinn.  En sem áður sagði þá er þetta bara einn leikur og staðan því orðin 2-1 fyrir okkur og næsti leikur er í Garðabænum á fimmtudagskvöldið.

M.v. þær myndir sem ég sá á karfan.is var mætingin góð í húsið og ég ætlaði að setja mynd 11/54 með núna en það er eitthvað pikkleysi með síðuna svo ég gat ekki sett myndina með en heimasíðu-Palli getur vonandi sett þessa mynd með.  Hún er æðisleg!  Á þessum tímapunkti hið minnsta, var stemningin greinilega góð en ég veit ekkert hvernig hún var á heildina litið.  En mætingin var alla vega góð og vonandi verður hún það líka í útileiknum á fimmtudaginn.  Liðið þarf þinn stuðning til að rífa sig aftur upp og er ég viss um að menn taka höndum saman og við siglum okkur inn í FINALS á fimmtudaginn!

Áfram Grindavík!