Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var haldið 20 apríl s.l. í Northen Ligh Inn
Hefbundin dagskrá var þar sem formaðurinn setti samkomuna og fór yfir veturinn sem var að líða.
Þorleifur Ólafsson veitti verðlaun í meistaraflokki kvenna í fjarveru Jóhanns þjálfara
Þau féllu þannig:
Efnilegust: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir
Mestu framfarirnar: Berglind Anna Magnúsdóttir
Besti leikmaðurinn: Helga Hallgrímsdóttir

Helgi Jónas tók síðan við og veitti verðlaun fyrir meistaraflokk karla.
Þau féllu þannig:
Efnilegastur: Ólafur Ólafsson
Mestu framfarirnar: Ámann Vilbergsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Ryan Pettinella
Lokahófið tókst í alla staði mjög vel, frábær matur, góð skemmtiatriði, veislustjórn í höndum Jóns Gauta og verðlaunaafhendingar.