Lengjubikarmeistarar!!!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tryggði sér Lengjubikarinn í dag eftir verulega spennuþrungnar lokamínútur og urðu lokatölur 75-74 fyrir Grindavík.  Annar titill tímabilsins því í húsi og ennþá eru þrír eftir til að seilast í!

Paxel sóknargúrú var í borgaralegum klæðnaði og tók því ekki þátt í leiknum nema til að segja dómurum leiksins til þegar honum þótti ástæða til og að mínu mati þá var oft ástæða til!  En að vinna svona leik með leikmann eins og Paxel ekki í búningi hlýtur að taka af allan vafa um ágæti liðs okkar og karakterinn er greinilega til staðar!  

Við byrjuðum leikinn ívið betur en svo tóku Keflvíkingar í raun öll völd og við réðum aftur lítið við svæðisvörn.  7 stigum munaði í hálfleik og 4 stigum eftir 3 leikhluta en margir héldu að spilið væri búið eftir að Ómar fékk á sig tæknivillu og strax á eftir fór Maggi Gunn aftur á línuna eftir brot í 3-stiga skoti.  Mig minnir að munurinn hafi þá verið 9 stig, 71-62.  Ef það er rétt þá skoruðu Keflvíkingar ekki nema 3 stig síðustu ca 5 mínútur leiksins!

Spennan var rafmögnuð í lokin og var ekkert skorað síðustu ca 2 mínútur leiksins.  Við fengum boltann þegar rúm mínúta var eftir en Óli glutraði honum og Bullock fékk strax sína 5. villu og þurfti að yfirgefa völlinn en við héldum samt haus og síðasta skot Keflvíkinga geigaði og Lengjubikarinn því okkar.  Glæsilegt !!

Spilamennskan var vissulega langt frá því að vera góð en hversu oft höfum við talað um styrkleikann að vinna slíka leiki???  Og enn og aftur án sóknarmaskínunnar Palla!

Bullock var enn og aftur okkar sterkasti maður og endaði með 27 stig og 11 fráköst, mér segir svo hugur til um að hann muni skila 20/10 plús það sem eftir lifir leiktíðar!  Hendir inn nokkrum stoðsendingum og vörðum skotum líka og endar sem besti erlendi leikmaður deildarinnar!  Frábær himnasending fyrir okkur.

Það sem gerir sigurinn ennþá sætari er sú staðreynd að nánast allir aðrir leikmenn voru að spila yfir pari (undir getu til að taka allan vafa af um meininguna…..)  í dag!  Watson steig reyndar mjög vel upp í seinni hálfleik eftir að hafa verið algerlega sofandi í þeim fyrri og Lalli átti mjög góðar rispur.

Ég er ekki með tölfræðina fyrir framan mig og nenni ekki að skrifa meira, er farinn að fagna þessum titli með hetjunum okkar!

Áfram Grindavík!