Leikir um síðustu helgi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

 

Strákarnir unnu góðan leik á fimmtudagskvöldið þegar Tindastóllsmenn komu í heimsókn.

 

 

Leikurinn endaði 77-66 en Grindvíkingar voru yfir nær allan leikinn, það var aðeins í byrjun leiks sem að Tindastóllsmenn voru yfir en þeir byrjuðu á að skora átta fyrstu stig leiksins en þá small Grindarvíkurvörnin saman og strákarnir sigu hægt og rólega fram úr stólunum.

Atkvæðamestir voru Páll Axel Vilbergsson 26 stig,11 fráköst, Guðlaugur 15 stig, 6 stoðsendingar, Lalli 13 stig, Ryan og Ólafur 8 stig en Ryan bætti auk þess við 9 fráköstum.

Stelpurnar fengu svo Snæfell í heimsókn í gær, fyrir leikinn í gær voru stelpurnar búnar að sigra tvo leiki í gær, leikurinn var jafn og skemmtilegur í gær en Snæfells stúlkur voru ákveðnari í seinni hálfleiknum í gær og unnu því 63-73.

Stelpurnar voru sjálfar sér verstar í gær, gerðu mikið af mistökum í seinni hálfleik, núna verður deildinni skipt upp í tvo riðla en í okkar riðli (lið 5-8) eru ásamt okkur, Njarðvík, Snæfell og Fjölnir, tvö efstu liðin í þessum riðli komast í úrslitakeppnina.

Atkvæða mestar í gær voru Boyd 30 stig og 18 fráköst, Helga 16 stig og 13 fráköst Berglind og Yrsa voru með sitthvor 8 stigin, Berglind bætti við fimm fráköstum og Yrsa 5 stoðsendingum.

 

Áfram Grindavík