KR 62 – Grindavík 51

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Dominosdeild kvenna byrjaði í gær þar sem Grindavík mætti KR í DHL höllinni.

Leikurinn var jafn í öllum leikhlutum nema öðrum en í þeim gerðu KR 17 stig gegn 6 stigum Grindavíkur.  Þessi 11 stiga munur voru jafnfram í lokatölum leiksins sem endaði 62-61 fyrir KR.

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var stigahæst með 14 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar.  Helga Hallgrímsdóttir var með 13 stig og 11 fráköst.

Næsti leikur verður einnig útileikur og í þetta sinn gegn Keflavík 6.október klukkan 16:30 

Mynd hér að ofan tók Jón Björn Ólafsson fyrir karfan.is en fleiri myndir af leiknum má sjá í ljósmyndasafni karfan.is