Starf yngriflokka kkd UMFG verður þá með sama sniði og áður en takmarkanir ríkistjórnarinnar á íþróttaiðkun tók gildi.
Flokkarnir æfa eftir sömu æfingatöflu og verða með sama þjálfara og þeir gerðu fyrir lokun. Æfingar verða út maí og strax 1.júní hefjast sumaræfingar sem verða auglýst nánar síðar.
Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi frá og með 4.maí:
Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
Strangari reglur gilda fyrir þá iðkendur sem lokið hafa grunnskóla. Þar mega mest vera fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði og hvatt er til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
Það er því ljóst að æfingar hjá drengja og stúlknaflokki verða með breyttu sniði en þjálfari mun upplýsa sína leikmenn fljótlega um fyrirkomulagið á æfingum.
Foreldrum er bannað að mæta á æfingar barna sinna þennan mánuð, það er gert til að fylgja reglum sóttvarnarlæknis og ríkistjórnarinnar um fjöldatakmarkanir fullorðina. Við biðjum foreldra um að virða þá reglu.
Leikskólaæfingar verða því ekki í maí vegna þess að foreldrar mega ekki fylgja börnum sínum á æfingar.