Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fer fram þann 11. mars næstkomandi í Gjánni, samkomusal. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og verður mikið stuð fram eftir kvöldi.
Dagskrá Konukvölds 2022:
– Fordrykkur
– Matur frá Grillvagninum
– Halli Meló skemmtir
– Happadrætti
– Tískusýning frá Palóma
– DJ (Bumblebee Brothers)
Miðasala fer fram hjá Lindu í Palóma og hefst föstudaginn 4. mars.
Miðaverð 7.900 kr.- Greiða þarf með peningum.
Hægt er að taka frá borð með því að hafa samband við Rakel í síma 772-7677.
Áfram Grindavík!

