Konukvöld körfuboltans

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hið eina sanna Styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 25. mars í Eldborg. 

Húsið opnar kl 19.30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í PALÓMA. Miðaverð er aðeins kr 5.900.-

Dagskrá:
-Veislustjóri og DJ kvöldsins er enginn annar en Siggi Hlö.
-Hinn eini sanni Helgi Björns mun taka lagið. 
-Röddin 2010, Arney Sigurbjörnsdóttir kemur og syngur.
-Sign skartgripakynning, þú færð skartgripina í Palóma.
-Gyðja kynnir nýja ilminn sinn „Eyjafjallajökull”.
-HS design mun sýna sína nýjustu línu.
-Ison kynnir nýjar hárvörur sem slegið hafa í gegn, þú færð vörunar á Hárhorninu.
-Landsliðskokkarnir frá Bláa lóninu töfra fram dýrindis máltíð ásamt eftirrétti. 
-Óvænt atriði.
-Valin verður kona kvöldsins og fær hún að gjöf skartgrip frá Sign. 
-Happdrætti, frábærir vinningar.
-Ball verður í Salthúsinu hjá Láka að loknu konukvöldi.