Glæsilegu lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar lauk með kjöri á leikmönnum ársins í karla- og kvennaflokki
Hjá körlunum var það Jóhann Árni Ólafsson sem varð fyrir valinu og Þorleifur Ólafsson bestur í úrslitakeppninni.
Í kvennaflokki var Berglind Anna Magnúsdóttir valin leikmaður ársins. Ingibjörg Sigurðardóttir efnilegust og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir besti varnarmaðurinn. Þá fékk Jean Lois Sicat viðurkenningu fyrir mestu framfarir í vetur.
Auk þess valdi stuðningsmannaklúbburinn Stinningskaldi J’Nathan Bullock sem leikmann ársins og Páll Axel Vilbergsson fékk sömuleðis heiðursviðurkenningu.
Á myndinn hér fyrir ofan, sem tekin er frá Karfan.is en veislunni var meistaralega stýrt af ritstjóra karfan.is Jón Birni Ólafssyni, eru frá vinstri Helgi Jónas Guðfinnsson, Þorleifur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson, Berglind Anna Magnúsdóttir, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, Jean Lois Sicat, Ingibjörg Sigurðardóttir og Jóhann Ólafsson.