Kazembe Abif skrifar undir hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til liðs við karlalið félagsins. Framherjinn Kazembe Abif mun leika með liðinu út leiktíðina og kemur hann til landsins á morgun, föstudag.

Kazembe kemur frá Bandaríkjunum og er 29 ára gamall. Hann lék síðast í finnsku úrvalsdeildinni með Helsinki Seagulls og varð bikarmeistari með liðinu. Kazembe var þar með 9.2 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst. Hann hefur einnig leikið í Danmörku, Þýskalandi og í Kanada á ferli sínum.

Kazembe er 200 cm á hæð, karftmikill en kvikur leikmaður.  Hann ætti að styrkja lið Grindavíkur fyrir átökin sem eru framundan í Dominos-deild karla.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður Kazembe Abif hjartanlega velkominn til Grindavíkur!