Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til liðs við karlalið félagsins. Framherjinn Kazembe Abif mun leika með liðinu út leiktíðina og kemur hann til landsins á morgun, föstudag.
Kazembe kemur frá Bandaríkjunum og er 29 ára gamall. Hann lék síðast í finnsku úrvalsdeildinni með Helsinki Seagulls og varð bikarmeistari með liðinu. Kazembe var þar með 9.2 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst. Hann hefur einnig leikið í Danmörku, Þýskalandi og í Kanada á ferli sínum.
Kazembe er 200 cm á hæð, karftmikill en kvikur leikmaður. Hann ætti að styrkja lið Grindavíkur fyrir átökin sem eru framundan í Dominos-deild karla.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður Kazembe Abif hjartanlega velkominn til Grindavíkur!