Íslandsmeistarar í MB stúlkna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í dag fór fram loka keppnin í Íslandsmótinu í minni bolta stúlkna.  Spilað var hér í Grindavík og eins og svo oft í yngri flokkum kvenna þá var síðasti leikurinn Grindavík-Keflavík.  Grindavík sigraði leikinn og eru því Íslandsmeistarar!  Við óskum stelpunum og þjálfaranum Ellert Magnússyni til hamingju með titilinn. 

Þessi árgangur (stelpur fæddar 2002) er mjög öflugur en einnig næstu árgangar, bæði eldri og yngri.  Stelpurnar á yngra ári í MB voru til að mynda einnig lengstum í A riðli þannig að gaman verður að fyljgast með kvennaboltanum næstu árin ef við náum að halda stelpunum í íþróttinni.

Myndin hér að ofan er “stolin” frá Bryndísi Gunnlaugsdóttir.