Ingibergur Þór Ólafarsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, hlaut á laugardag silfurmerki KKÍ fyrir fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans á Íslandi.
Ingibergur Þór hefur starfað ötullega fyrir körfuboltann hér í Grindavík á síðustu árum og verið formaður deildarinnar undanfarin ár.
Hann er vel að þessum heiðri kominn og óskum við honum innilega til hamingju með þetta.
Nánar um þingið má lesa hér: https://kki.is/frettir/frett/2023/03/25/55.-Korfuknattleiksthingi-lokid/?pagetitle=55.+K%c3%b6rfuknattleiks%c3%beingi+loki%c3%b0
Áfram Grindavík!

