ÍG sigraði 2. deildina

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

ÍG varð Íslandsmeistari í 2.deild með sigri á ÍA í gær.

Bæðin liðin fara upp um deild og átti bara eftir að úrskurða hver fengi titilinn.

ÍG byrjaði mun betur og að loknum fyrri hálfleik var allt sem benti til öruggs sigurs Grindvíkinga enda staðan 62-37 en Skagamenn gerðu leikinn spennandi í síðari hálfleik með góðri baráttu. Liðsmenn ÍG lentu hver á fætur öðrum í villuvandræðum og þá meiddist Bergvin Ólafarson í upphafi síðari hálfleiks en kappinn var heitur í þeim fyrri og lék Skagamenn nokkrum sinnum grátt með 27 stig á 20 mínútum.

Í fjórða leikhluta náðu Skagamenn að minnka muninn í tíu stig en nær komust þeir ekki og ÍG kláraði dæmið 95-82 og fögnuðu vel í leikslok.

Stigahæstir:

ÍG: Guðmundur Ásgeirsson 30, Bergvin Ólafarson 27, Ásgeir 10, Helgi 9, Davíð Arthur 8, Gylfi 8.