Eftir 5. umferðina í Lengju-fyrirtækjabikarnum, er ljóst að við mætum nágrönnum okkar úr Keflavík, í hreinum úrslitaleik á heimavelli um hvort liðið kemst í FINAL FOUR!
Við unnum Skallagrím auðveldlega á útivelli kvöld, 81-108.
Skv. tölfræðinni góðu var Jóhann Árni Ólafsson okkar besti maður í kvöld og setti 24 stig og gaf 6 stoðsendingar. Hann var ekkert að flækja stigaskorun sína, setti þau öll niður með 3-stiga körfum! Alls hitti hann úr 8 af 12 slíkum skotum sem myndi flokkast undir prýðisgóða nýtingu.
Aaron var með 23 stig og 5 fráköst.
Lalli setti 17 stig og Siggi 12 en aðrir komumst ekki yfir hinn rómaða 10stiga múr en allir fengu að spreyta sig. Gaman að sjá að Óli troð er hægt og býtandi að koma inn í þetta og í kvöld spilaði hann tæpar 14 mínútur.
Eftir stendur sú staðreynd eins og áður kom fram, að við mætum Keflvíkingum á heimavelli á sunnudagskvöldið í hreinum úrslitaleik um sæti í FINAL FOUR en glöggt fólk man kannski að við unnum þennan titil í fyrra, eftir mikinn baráttusigur, einmitt á móti Keflvíkingum.
En við skulum þar með hætta að pæla í þeim leik því á fimmtudaginn er annar stórleikur, á móti Stjörnunni í deildinni og er sá leikur líka á okkar heimavelli. Hefst að sjálfsögðu kl. 19:15
Áfram Grindavík!