Heiðrun, undirskrift og afhending

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í kvöld verður mikið um að vera í Röstinni……

Karlaliðið okkar leikur við Snæfell og má búast við hörkuleik þrátt fyrir að við séum búnir að tryggja okkur Deildarmeistaratitilinn.  Snæfell er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ég trúi ekki að okkar menn ætli að mæta inn í úrslitakeppnina með nokkur töp á bakinu….

Þar fyrir utan verður 9. flokkur drengja heiðraður fyrir bikarmeistaratitilinn sem liðið vann á dögunum.

Skrifað verður undir samninga við helstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar, Stakkavík, Vísi og Þorbjörn og er óhætt að segja að þessir samningar skipti körfuknattleiksdeildina gífurlega miklu máli!  Seint verður hægt að þakka forsvarsmönnum þessara frábæru fyrirtækja, nægilega fyrir þeirra stuðning!

Eftir leikinn verður Deildarmeistaratitillinn afhentur.

 

Það er farið að styttast í úrslitakeppnina og kominn tími til að allir sem standa að körfunni hér í bæ, fari að bretta upp ermar og koma sér í gírinn, ekki síst við stuðningsmenn!

Áfram Grindavík!