Háspenna, lífshætta á miðvikudag!!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Okkur varð ekki að ósk okkar í gærkvöldi og því er hreinn úrslitaleikur í uppsiglingu!!

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem munaði bara 6 stigum, tók Stjarnan öll völd í 3.leikhluta og vann hann 23-13!  Þar með var munurinn kominn í 16 stig fyrir lokahlutann og við náðum aldrei almennilega að ógna Stjörnumönnum eftir það.  Við skoruðum 23 stig í lokafjórðungnum en mörg af þeim stigum komu sjálfsagt eftir að úrslitin voru orðin ljós og því hlýtur að þurfa að líta á sóknarleikinn eftir þetta tap.  Sóknarleikurinn sem var svo flottur í fyrsta leiknum náði sér greinilega aldrei almennilega á strik og voru Paxel og Ryan þeir einu sem virtust hafa leikið af eðlilegri getu.  Paxel var funheitur í fyrri hálfleiknum en enginn má við margnum og vantaði að fá framlag frá fleiri leikmönnum.

Paxal var stigahæstur með 27 stig og var með frábæra skotnýtingu.  Ryan skoraði 15 stig og tók 13 fráköst.  Mladen sem var heitur í fyrsta leiknum var greinilega passaður betur í kvöld og náði hann ekki einu skoti fyrir utan 3-stiga línuna.  Hann endaði með 10 stig eins og Nick og Óli.

Þar með er ljóst að hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum bíður okkar allra á miðvikudaginn.  Tilkynnt var á live stat-inu að rúmlega 400 manns hefðu verið í Ásgarði í gær og eftir leik tilkynntu Stjörnumenn að boðið yrði upp á rútuferðir á leikinn á miðvikudag.  Stjörnumenn ætla sér greinilega ekki að láta sitt eftir liggja og þessu verðum við Grindvíkingar að mæta með fullri hörku!!  Ég vil sjá íþróttahúsið okkar troðfullt á miðvikudag með tilheyrandi frábærri stemningu sem fleytir vonandi okkar mönnum inn í undanúrslitin!

Áfram Grindavík!