Grindavíkurmótið fer fram 15. – 16. apríl

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur stendur fyrir Grindavíkurmóti í körfubolta fyrir krakka sem eru í leikskólahóp og upp í 4. bekk. Mótið fer fram 15.-16. apríl í íþróttahúsunum í Grindavík. Um er að ræða skemmtilegt hraðmót. Lokadagur skráningar fyrir lið er 10. apríl næstkomandi.

Verð: 3.000 kr.- á barn
Innifalið: 4 leikir, frítt í sund fyrir fjölskylduna
Aldur: Leikskólahópur upp í 4. bekk.
Skráninggrindavikurmot@umfg.is
Laugardagur og sunnudagur 15.-16. apríl

Strákar spila á laugardegi. Stelpur og leikskólahópur spilar á sunnudegi.

Við biðjum félög vinsæmlegast að láta koma fram hversu mörg lið þið eruð að skrá í hvern aldursflokk/kyn og fjölda þátttakanda.

 4.bekkur spilar 4á4, leikskólahópur og 1-3 bekkur spila 3á3.

Spilað er 1x12mín

Engir verðlaunapeningar verða gefnir, í staðinn rennur hluti af ágóðanum í https://minningarsjodurolla.is/