Grindavík tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld klukkan 19:15. Er þetta leikur í tíundu umferð Dominosdeild karla.
Grindavík er fyrir leikinn í 3-4 sæti ásamt Njarðvík en Þór í 7.sæti.
Liðin áttust við í þrælskemmtilegri úrslitaviðureign í Íslandsmótinu fyrir tveimur árum. Einhverjar breytingar hafa orðið á báðum liðum og þá aðallega hjá gestunum.
Þór hefur í sínum röðum stærsta leikmann deildarinnar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem tekur rúmlega 11 fráköst að meðaltali í leik. Mike Cook Jr. er stigahæsti leikmaðurinn hjá þeim með 25.6 stig að meðaltali og Baldur Þór Ragnarsson með 6.3 stoðsendingar í leik.
Aðrir leikir í kvöld eru
ÍR – Keflavík
Snæfell – Njarðvík
Valur – KR