Grindavík með sigur á Sauðárkróki

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokaumferðin í Dominosdeild karla fór fram í gær þar sem línur skírðust fyrir úrslitakeppnina.

Grindavík var fyrir leikinn búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Tindastóll hinsvegar í fallbaráttu og því leikurinn nokkuð jafn.  Okka menn höfðu mest allan leikinn yfirhöndina en heimamenn skammt undan.  Leikurinn fór þó þannig að Grindavík vann með 6 stigum, 97-91.

Skallagrímur lék við Þór í leik þar sem Þorlákshafnarbúar sigruðu 109-96.  En þar sem Keflavík vann ÍR þá hélt Skallagrímur áttunda sætinu og mætir því Páll Axel og félagar Grindavík í fyrstum umferð úrslitakeppninnar.  

Leikirnir verða eftirfarandi:

Leikur 1 Föstudagur 22 mars kl. 19.15 Grindavík
Leikur 2 Mánudagur 25 mars kl. 19.15 Borgarnes
Leikur 3 Fimmtudagur(skírdagur) 28 mars kl. 19.15 – ef þarf Grindavík