Grindavík – KR

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

4 liða úrslit í Dominosdeild karla hefjast í dag með leik Grindavíkur og KR í Grindavík.  Leikurinn byrjar klukkan 19:15

Bæði liðin komust nokkuð auðveldlega upp úr 8 liða úrslitunum.  Grindavík sigrði Skallagrím og KR vann Þór Þorlákshöfn í tveimur leikjum.  Liðin eiga því eftir að sýna getu sína í spennandi leikjum sem þessi rimma verður eflaust.  Grindavík sigraði báða leikina í deildinni í vetur en KR hefur vaxið mikið síðan.

Bæjarbúar eru því hvattir til að mæta tímanlega og láta í sér heyra.  Sigur í kvöld er kærkomið veganesti í leik númer tvö sem fer fram í DHL höllinni á fimmtudaginn.