Leikur kvöldsins er leikur Grindavíkur og KFÍ í Grindavík klukkan 19:15
Fyrir þessa umferð voru 4 lið efst í deildinni, Grindavík, Snæfell, Stjarnan og Þór.
Snæfell sigraði Skallagrím í gær en Stjarnan tapaði fyrir KR. Snæfell er því komið með 14 stig í efsta sætið. Grindavík og Þór geta náð þeim í kvöld en Þór Þorlákshöfn á leik við Keflavík í kvöld á heimavelli.
Staðan í deildinni fyrir leiki kvöldsins er eftirfarandi:
| 1. | Snæfell | 7/2 | 14 |
| 2. | Stjarnan | 6/2 | 12 |
| 3. | Grindavík | 6/2 | 12 |
| 4. | Þór Þ. | 6/2 | 12 |
| 5. | Keflavík | 5/3 | 10 |
| 6. | Fjölnir | 4/5 | 8 |
| 7. | KR | 4/4 | 8 |
| 8. | Skallagrímur | 3/5 | 6 |
| 9. | ÍR | 3/6 | 6 |
| 10. | Njarðvík | 3/6 | 6 |
| 11. | KFÍ | 2/6 | 4 |
| 12. | Tindastóll | 1/7 | 2 |
KFÍ hefur í sínum röðum Damier Erik Pitts sem hefur átt gott tímabil. Í síðasta leik skoraði hann 37 stig á móti ÍR.
Þess má geta að SportTV sýnir beint frá leiknum í kvöld

