Grindavík er komið í bikarúrslitin í fjórða sinn á fimm árum eftir sigur á Þór í kvöld. Lokatölur voru 93-84
Fyrri hálfleikur var leikur sóknarinnar því staðan var 59-50 eftir tvo leikhluta, bæði lið áttu frekar auðvelda leið upp að körfunni.
Skrítið að aðeins hafi veirð 9 stiga munur á liðunum þegar þau gengu í búningasklefana því Grindavík virtist vera mun betri aðilinn á vellinum, tóku góðar rispur þar sem þeir yfirspiluðu andstæðingana en inn á milli róuðust okkar menn og gestirnir minnkuðu muninn.
Seinni hálfleikurinn var meira spennandi en Grindavík var alltaf yfir og unnu þetta nokkuð örugglega. Baráttan var okkar megin og Grindavík sigraði baráttuna um fráköstin og þá sérstaklega sóknarfráköstin sem færðu mönnum alltaf auka skot á körfuna.
Í leik liðanna fyrr í vetur fór Ragnar illa með stóru mennina í okkar liði en þeir svöruðu í kvöld þar sem Ómar og Sigurður voru bestu menn vallarins.
ÍR sigraði Tindastól og mætum við því ÍR í Laugardalshöll 22.febrúar.