Grindavík eru meistarar meistaranna

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík lagði Keflavík í keppni meistara síðasta tímabils og eru því réttkrýndir meistarar meistaranna.

Leikurinn var fjörlegur þar sem Grindavík tók yfirhöndina strax á fyrstu mínútunum.  Keflvíkingar minnkuðu þó muninn og var jafnt með liðunum mest allan leikinn.  Það var þriðji leikhluti sem skar úr á milli liðanna en í þeim fengu gestirnir nokkur tæknivíti á sig dæmd og okkar menn gengu á lagið.  Undir lokinn pressuðu Keflvíkingar en Grindavík spilaði skynsamlega úr því og hélt haus.

Stigahæstur hjá Grindavík var Aaron Broussard með 36 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.  Er þarna á ferðinni virkilega góður leikmaður sem verður skemmtilegt að fylgjast með í vetur.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson var einnig öflugur með 21 stig sem komu flest í fyrri hálfleik.  Sigurður kemur vel undan sumri, sem fór í ferðalög með landsliðinu.

Leikhlutarnir fór þannig:

1.leikhluti 26-23
2.leikhluti 16-18
3.leikhluti 28-15
4.leikhluti 22-27
Lokatölur 92-83

 Næsti leikur er fyrsti leikurinn í deildinni þar sem Grindavík mætir aftur Keflavík en í þetta skipti á þeirra heimavelli. Leikurinn er 8.október

Tölfræðin úr leiknum

Umfjöllun á karfan.is
Myndir frá Þorsteini Gunnari
Myndir frá vf.is á karfan.is 

Mynd hér að ofan tók Hilmar fyrir vf.is