Grindavík deildarmeistarar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Annað árið í röð er Grindavík deildarmeistarar Dominosdeild karla og það þó að ein umferð er eftir.

Grindavík sigraði Fjölni 97-82 í nokkuð spennandi leik í gær, lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum þar sem Grindavík skoruðu 12 stig á móti 1 á síðustu þrem mínútunum. Okkar menn voru samt alltaf með yfirhöndina en náðu ekki almennilega að slíta Fjölnismenn frá sér.  

Spurning hvort það sé áhyggjuefni eða hvort maður eigi að vera ánægður með breiddina en besti kafli leiksins kom þegar bekkurinn(Björn Steinar, Jón Axel, Ólafur, Ryan) og Aaron voru inn á og spiluðu alveg glimrandi vel. 

Það er gleðitíðindi að enn einn titilinn er kominn í hús og vonandi er það byrjunin á frábærri úrslitakeppni eins og í fyrra.

Síðasti leikurinn í deildinni er útileikur gegn Tindastól á sunnudaginn.

Mynd hér að ofan frá myndasafni karfan.is