Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik standa yfir í Vodafone höllinni um helgina. Í morgun varð 9. flokkur drengja bikarmeistarar.
Úrslitaleikurinn var gegn Keflavík klukkan 10:30 í morgun. Leiknum lauk 60-54 fyrir Grindavík og fengu því bikarinn afhentann. Umfjöllun um leikinn má finna á vef karfan.is
Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur.
Keflavík og Grindavík áttust einnig í úrslitum í 10.flokki stúlkna þar sem Keflavík bar sigur af hólmi, 59-42