Grindvík sigraði Hauka í annari umferð Dominosdeild kvenna í gær. Lokatölur voru 73-62
Haukastelpum var spáð öðru sæti í deildinni og Grindavík því þriðja. Það mátti því búast við skemmtilegum leik sem var raunin. Leikurinn var jafn fram undir fjórða leikhluta þar sem okkar konur tóku völdin.
Sem fyrr voru það fjórir leikmenn sem báru hitan og þungan af stigaskori, af 73 stigum skoruðu Ingibjörg, Pálína, María og Lauren 65 þar sem Lauren Oosdyke var stigahæst með 21 stig og 13 fráköst.
Hjá gestunum var Lele Hardy allt í öll með helming stiga Hauka og 26 fráköst.