Grindavík 65 – Keflavík 71

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Stelpurnar stóðu í efsta liði Dominosdeildarinnar í gær en máttu þola tap undir lokin

Leikurinn fór fram í Grindavík í gær og var jafn og spennandi allan tíman.  Grindavík byrjaði vel en gestirnir komu til baka og var 1-3 stig á milli liðanna fram að hálfleik.  Snemma í seinni hálfleik komumst Keflavík yfir og bættu í, voru komnar með 9 stiga forskot undir lok þriðja leikhluta.  Okkar stelpur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 2 stig.

Keflavík var hinsvegar sterkari á lokamínútunum og tryggði sér sigur 71-65.  Fín barátta var hjá stelpunum og verður spennandi að fylgjast með þeim það sem eftir lifir móts.

Stigahæstar voru í gær Crystal Smith með 20 stig, Berglind Anna með 14 og Jóhanna Rún Styrmisdóttir með 10 stig.  Crystal var með flestar stoðsendingar, 6 talsins og Helga Rut 12 fráköst