Grindavík 57-83 Keflavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tók á móti toppliði Keflavíkur í Dominos deild kvenna í gærkveldi.

Keflavík eru ósigraðar í deildinni og var engin breyting á því í gær.  Fyrsti leikhlutinn var jafn og staðan 18-17eftir hann.  Gestirnir sigruðu leikinn með mjög góðum öðrum leikhluta þar sem þær skoruðu 32 stig gegn 8 hjá Grindavík.

Lokatölurnar urðu 83-57 fyrir Keflavík.

Crystal Smith var stigahæst með 21 stig, Harpa Rakel var með 12 stig og 9 fráköst.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Val í Powerade bikarnum 13. janúar.