Grindavík 116 – Keflavík 81

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í undanúrslit í Lengjubikarnum eftir stórsigur á Keflavík í kvöld 116-81

Leikurinn byrjaði frekar rólega þar sem bæði liðin gerðu mörg mistök.  Okkar menn rifu sig hinsvegar fljótlega í gang og tóku forystu.  Keflavík fylgdi á eftir var jafn með liðum fram í miðjan annan leikhluta.  Tók þá Grindavík aftur á skarið og leiddu með 11 stigum í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var okkar manna þar sem þeir juku bilið á milli liðanna jafnt og þétt.  Í fjórða leikhluta fengu reynsluminni leikmenn beggja liða að spreyta sig og áttu þeir allir fína spretti.

Frábær þriggja stiga nýting lagði grunninn að sigrinum í kvöld. 19 af 29 skotum fóru ofan í fyrir utan þriggja stiga línuna eða 66% nýting!  Til samanburðar var Grindavík með 55% nýtingu i tveggja stiga skotum.

Hjá Grindavík var Sammy Zeglinski stigahæstur 33 stig, einu stigi meira en Aaron Broussard, en Sammy var einnig með 11 stoðsendingar og 5 fráköst.

Undanúrslitin fara fram næstkomandi föstudagskvöld í Stykkishólmi og úrslitaleikurinn daginn eftir á sama stað.  Grindavík og Snæfell hafa tryggt sér sæti.