Gleðileg jól og gleðifrétt…..

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Um leið og stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG óskar Grindvíkingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, er það okkur sönn ánægja að færa ykkur eftirfarandi gleðitíðindi………………

Þar sem hinn frábæri Ryan Pettinella hefur ekki fengið starf það sem af er vetrar og er ennþá á lausu, ákvað stjórn kkd.umfg með stuðningi helstu styrktaraðilanna, Stakkavíkur, Vísis og Þorbjarnar, að ganga til samninga við kappann og í dag kom svar frá umboðsmanninum og er hann væntanlegur á skerið 2.janúar!!

Þetta eru auðvitað gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur en ekki er Ryan bara frábær körfuknattleiksmaður heldur félagi góður.

Með tilkomu hans og Daníels er ljóst að Sverrir er með verulega skemmtilegt vandamál við að glíma en baráttan um mínútur verður geysilega hörð og ljóst að Grindavík mun gera harða atlögu að þeim titlum sem ennþá eru í boði!

Áfram Grindavík!!