Fyrsti leikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur titilvörn sína í Dominosdeildinni í kvöld þegar þeir mæta Keflavík á útivelli.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru allir hvattir til að mæta.  Liðin mættust á dögunum í keppni bikarhafa á síðasta tímabili þar sem Grindavík sigraði 92-83.

Keflvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann, Michael Craion, sem mun gefa þeim meiri kraft undir körfunni en óvíst hvort hann verði kominn með leikheimild í kvöld.