Fyrsta mót vetrarins hjá m.b. kvenna.

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

 

Núna um helgina fór fram fyrsta mótið í Íslandsmótinu hjá minnibolta stúlkna. Að þessu sinni erum við með tvö lið, A-liðið í A-riðli og B-liðið í C-riðli. 

 

 

Grindavík – B

Stúlkurnar í Grindavík-B spilluðu í C-riðli og eru nánast allar stúlkurnar að stíga sínn fyrstu skref í körfubolta. Mótið hjá þeim fór fram í Sjálandsskóla í Garðabæ.

Fyrsti leikurinn var gegn Stjörnunni. Stelpurnar stóðu sig frábærlega í þessum leik og í raun langt fram úr væntingum þjálfaranna sem er bara gott. Spilamennskan var á köflum ótrúlega góð og voru stelpurnar duglegar að hlaupa upp og niður völlinn og uppskáru mikið af auðveldum körfum. Leikar enduðu 59-15 eftir að hafa verð yfir 30-10 í hálfleik. Mjög góður leikur sem lofaði góðu upp á framhaldið.

Annar leikurinn var gegn Skallagrím en þessi leikur var rosalega spennandi. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 8-6 fyrir Skallagrím og svo 12-6 fyrir Skallagrím í hálfleik. Stúlkurnar snéru svo taflinu við í hálfleik og staðan eftir venjulegan leiktíma jöfn 14-14 eftir að staðan eftir þriðja leikhluta var 8-12 fyrir Skallagrím. Ákveðið var að framlengja leikinn, en eftir á að hyggja á ekki að framlengja leiki í minnibolta.  Hins vegar læra stelpurnar mjög mikið af svona spennandi leikjum og ekkert nema gott um það að segja að leikurinn hafi verið framlengdur. Okkar stelpur höfðu sigur í framlengingunni en aðeins ein karfa var skoruð og lenti hún okkar megin, lokatölur 16-14 fyrir okkur J

Síðasti leikur B-liðsins var gegn Njarðvík og var ljóst fyrir hann að þetta var úrslitaleikur um að komast upp í B-riðil. Stelpurnar spiluðu ágætlega í fyrstu tveimur leikhlutunum og staðan í hálfleik 12-6 fyrir Njarðvík eftir að hafa verið undir 6-4 eftir fyrsta leikhlutann.  Seinni hálfleikur var stúlkunum síðan erfiður en þreytta og hæð Njarðvíkingana fór illa með okkur í seinni hálfleik. Lokatölur 36-10 fyrir  Njarðvík og annað sætið í C-riðli staðreynd.

Stúlkurnar í Grindavík B stóðu sig alveg frábærlega  um helgina og framfarirnar eru miklar hjá þeim en eins og áður segir eru flestar þeirra byrjendur í körfuknattleik. Una Rós úr 4.bekk  hjálpaði okkur að ná 10 í B-liðinu en ein stúlka úr B-liðinu komust því miður ekki á mótið og önnur missti af seinustu tveimur leikjunum. Takk kærlega fyrir hjálpina Una Rós J

Grindavík A

Stúlkurnar í Grindavík-A mættu galvaskar í Rimaskóla í Grafarvogi á hádegi á laugardeginum. Spennan var mikil fyrir fyrsta móti tímabilsins. Fyrsti leikurinn var gegn Keflavík og voru stelpurnar ákveðnar í að „hefna“ fyrir fjölmörg stór töp gegn Keflavík í gegnum tíðina. Leikurinn spennandi allan tíma. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 5-7 fyrir Keflavík. Stelpurnar sem voru sendar inn á völlinn í annan leikhluta mættu gríðarlega vel stemmdar og vannst sá leikhluti 9-2 og staðan 14-9 í hálfleik og stelpurnar að spila svakalega vörn. Sóknarlega vorum við að spila ágætlega. Þriðji leikhlutinn var síðan algjör andstæða leikhlutans á undan og vinnur Keflavík hann 10-2 og staðan fyrir síðasta leihlutann 16-19 fyrir Keflavík. Síðasti leikhlutinn var síðan jafn og spennandi þar sem liðinn skiptast á að vera yfir. Keflvík fær síðan tvö víti í stöðunni 24-23 fyrir Grindavík og um 15 sek eftir. Keflavík settur bæði vítin niður og við höldum í lokasókn okkar sem við klárum ekki og eins stigs tap gegn Keflavík staðreynd. Leikur sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var.

Næsti leikur var gegn Hrunamönnum. Frá byrjun var ljóst að stúlkurnar frá Flúðum myndu ekki vera mikil fyrirstaða fyrir okkar stúlkur. Eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 17-4 fyrir okkur og stelpurnar að spila vel saman. Í hálfleik var staðan síðan orðin 34-4. Stúlkurnar sigldu síðan sigrinum í land í seinni hálfleik en staðan eftir þriðja leikhluta var 48-8 og lokatölur síðan 58-12. Öruggur sigur hjá okkar stúlkum þar sem allar stelpurnar fengu að spila mikið og stóðu sig vel.

Sunudagurinn hófst síðan með leik gegn Fjölni. Sá leikur var ekki ósvipaður og leikurinn gegn Hrunamönnum. Eftir fyrsta leikhlutan var staðan 20-0 og í hálfleik var staðan 32-6 fyri okkar stúlkum. Lokatölur 51-10 eftir að staðan eftir þrjá leikhluta var 41-9.

Síðasti leikurinn var síðan gegn Ármann en Ármann var fyrir leikinn fallið niður í B-riðil og því ljóst að stelpurnar ættu að sigra þennan leik. Leikurinn endaði 65-5 eftir að stúlkurnar höfðu verið yfir í hálfleik 23-2.

Stelpurnar spiluðu flottan bolta um helgina og hefðu með smá heppni átt að vinna Keflavík og þar með mótið. Allar stelpurnar komust á blað og og lögðu sig mikið fram. Baráttan var til staðar eins og alltaf hjá þessum stelpum og verður að hrósa þeim fyrir að mæta nokkuð vel einbeittar til leiks gegn mun slakari liðum. Stefnan fyrir næsta mót er einfaldlega að vinna alla leiki.

Úrslit helgarinar:

Grindavík – B

Grindavík

59

:

15

Stjarnan

Grindavík

16

:

14

Skallagrímur

Grindavík

10

:

36

Njarðvík

Grindavík – A

Grindavík

24

:

25

Keflavík

Grindavík

58

:

12

Hrunamenn

Grindavík

51

:

10

Fjölnir

Grindavík

65

:

5

Ármann

 

Stelpurnar í báðum liðum stóðu sig vel um helgina og voru Grindavík til sóma bæði innan vallar sem utan. Rosalega gaman var að sjá hvað margir foreldrar mættu til að styðja við bakið á stelpunum, það skilar sér inn á völlinn.

Takk fyrir skemmtilega helgi 

Kveðja Atli og Gígja